SVÍNAFELLSJÖKULL
INGÓLFSHÖFÐI
LÓMAGNÚPUR OG ÖRÆFAJÖKULL
HORNAFJÖRÐUR
MÝRAR OG FLÁAJÖKULL
LEIÐANGUR AÐ STRANDSTAÐNUM
STAÐARDALUR OG STAÐARÁ
STRANDSTAÐURINN
LEIÐANGUR AÐ STRANDSTAÐNUM
ÖRÆFAJÖKULL OG SKEIÐARÁRSANDUR
HÖFN Í HORNAFIRÐI
DYRHÓLAEY
REYNISDRANGAR VIÐ VÍK
HÖFN Í HORNAFIRÐI
MYNDIR AF UMHVERFI SÖGUNNAR

Að baki mánans er sönn saga af atburðum sem áttu sér stað á Íslandi í janúarmánuði árið 1903.  Tólf þýskir sjómenn strönduðu skipi sínu Friedrich Albert á einhverjum afskekktasta stað sem hugsast getur á suðurströnd Íslands. Saman við það fléttast skálduð örlagasaga eins skipverjanna - Erichs.

Í ellefu daga reikuðu mennirnir í leit sinni að björgun um svartan eyðisand sem var umkringdur ófærum jöklum, jökulám og kviksyndi sem gleypt gat bæði menn og dýr.

Tveir þeirra létust og einn þeirra hvarf. Að lokum fundu níu þeirra skjól á afskekktum sveitabæ. Vegna lífshættulegra frostskemmda voru fimm þeirra aflimaðir á matarborði bæjarins.

Báðir fætur voru teknir af Erich.

Þegar hann fimm mánuðum síðar kom heim til Þýskalands stóð hann frammi fyrir nýjum áskorunum, meintri höfnun og svikum.

Sagan byggist m.a. á nýfundnum minningum skipstjóra skipsins.